Farsæll SH30 og Sigurborg SH12 landa í Grundarfirði
Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði með 56 tonn, af því voru um 17 tonn af ufsa, 16 tonn af ýsu, 10 tonn af þorski og 6 tonn af karfa. Sigurborg SH12 kom einnig til hafnar í Grundarfirði með 57 tonn, af því voru um 15 tonn af ýsu, 13 tonn af ufsa, 12 tonn af karfa og 12 tonn af þorski. Minna í öðrum tegundum. Afli beggja skipa veiddist meðal annars við Grunnhala og Skápinn.
Áætlað er að Farsæll og Sigurborg haldi til veiða að löndun lokinni.