„Fengum ágætis skjól frá Látrabjargi“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 80 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina.

„Veiðiferðin var sex dagar höfn í höfn og fimm sólahringar á veiðum. Aflinn var um 80 tonn og fékkst hann við flökin í Breiðafirði og gengu veiðarnar þar bara sæmilega fyrir sig, þrátt fyrir veður sem einkenndis af norðanáttum en fengum ágætis skjól frá Látrabjargi fyrir sjó,“ sagði Guðbjörn

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey