FISK Seafood kaupir Soffanías Cecilsson
Sameiginleg fréttatilkynning frá FISK Seafood ehf. og Soffaníasi Cecilssyni hf.
Samkomulag hefur verið gert um kaup Fisk Seafood ehf., sem er m.a með starfsemi í Grundarfirði og á Sauðárkróki um kaup á öllum hlutabréfum í Soffaníasi Cecilssyni hf., sem er með starfsemi í Grundarfirði. Samkomulagið er með fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Með þessu hyggst Fisk Seafood ehf. styrkja sig í sessi sem eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Ef af kaupunum verður mun starfsemi félagsins skipulögð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi í Grundarfirði.
Soffanías Cecilsson hf. hefur frá stofnun verið með starfsemi í Grundarfirði. Það er mat eigenda félagsins að rétt sé og tímabært að koma fyrirtækinu í hendur aðila sem hefur það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi fyrirtækisins í Grundarfirði.