„Gekk vel í þorskinum“

 In Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 138 tonn og uppistaða aflans var þorskur, ufsi og ýsa. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við vorum ca. fimm sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum í Héraðsflóa, síðan Gerpistotu, Sléttugrunni og enduðum á Skagagrunni. Það gekk vel í þorskinum en var rólegra í ufsa og ýsunni. Það var blíðuveður allan túrinn,“ sagði Þórarinn.

Start typing and press Enter to search