Góður karfatúr hjá Arnari HU 1
Frystitogarinn Arnar HU 1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar eftir aðeins hálfan mánuð frá síðustu millilöndun. Aflinn í Arnari samsvarar 347 tonnum af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er um 94 milljónir. Uppistaða aflans er um 221 tonn af gullkarfa, 100 tonn af ufsa, 10 tonn af þorski og 6 tonn af ýsu. Minna í öðrum tegundum.
Heimasíðan sló á þráðinn til Sæmundar Þórs Hafsteinssonar skipstjóra sem segir veiðina hafi verið góða í Karfanum en daprari í Ufsanum, vinnslan um borð hefur gengið vel. Eftir millilöndun höfum við verið á veiðum í Kantinum vestan við Halann, Reykjafjarðaáli en mest í kringum Víkurál. Veðrið hefur að mestu verið gott segir Sæmundur
Áætlað er að Arnar haldi aftur til veiða að löndun lokinni.