„Jöfn og góð veiði“
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 161 tonn, uppistaða aflans var um 126 tonn af þorski og 22 tonn af ýsu. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn.
„Við vorum rúma fjóra sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum við Gerpisflak og enduðum suður á Breiðdalsgrunni. Það var jöfn og góð veiði af þorsk og ýsu en lítið af öðrum tegundum. Það var blíðuveður mest allan tímann, við fengum þó norðan 20 m/s á föstudag sem stóð í rúman sólarhring,“ sagði Andri.