„Leiðindaveður frá öðrum veiðidegi“
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 44 tonn og uppistaða aflans var þorskur og ýsa. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn G. Jónsson skipstjóra og spurði um veiðiferðina.
„Veiðiferðin var tæpir sex sólarhringar og vorum við á veiðum í um fimm sólarhringa. Við vorum á Látragrunni, Vestfjarðamiðum og Breiðafirði. Veiðarnar voru frekar rólegar þennan túrinn og leiðindaveður frá öðrum veiðidegi til loka en það var norðaustan 18-25 m/s,“ sagði Guðbjörn.