„Leiðindaveður og róleg veiði“
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 93 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.
„Við vorum fjóra daga á veiðum. Við vorum á norðausturmiðum og á Kolbeins- og Grímseyjarmiðum. Það var leiðindaveður og róleg veiði mest allan túrinn,“ sagði Ágúst.