Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 141 tonn, mest af þorski eða um 126 tonn, aðeins 3,5 tonn af ýsu og mun minna í öðrum tegundum.
Málmey var á veiðum við Ostahrygg og norður af Kolbeinsey í fínu veðri og veiðin var jöfn og góð og ágætis stærð af fiski að sögn Davíðs Þórs Helgasonar, bátsmanns.