Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar að Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 137 tonn, að mestu leyti þorskur og Málmey var næstum eingöngu á veiðum við Ostahrygg.

Þórarinn Hlöðversson, skipstjóri, sagði að veiðin hafi gengið rólega fyrstu tvo dagana en eftir það hafi verið þokkaleg veiði í góðu fiski. Til að byrja með hafi veður verið mjög fínt en þegar leið á kom smá kaldi, en ekkert til að tala um.

Glöggir hafa kannski tekið eftir að ekki er um hina raunverulegu Málmey SK 1 að ræða á meðfylgjandi mynd, en þessa eftirmynd föndruðu skipverjar úr mandarínu- og konfektkassa fyrir nokkrum árum þegar veiði var róleg í einhverjum desembertúrnum.