Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 80 tonn, aðallega þorskur.

Málmey var aðallega á veiðum á Ostahrygg og norðan við Hraun.

Að sögn Davíðs Þórs Helgasonar, undirstýrimanns, var túrinn frekar erfiður, bræla allan tímann og veiðin hefur oft gengið betur.

Þetta er í takt við þema aflafrétta hjá FISK þessa dagana, enda hefur verið leiðindaveður á helstu miðum.