Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í gærkvöldi. Heildarmagn afla um borð voru 114 tonn, næstum eingöngu þorskur.

Málmey var meðal annars á veiðum við Norðurkant og Norður af Kolbeinsey. “Það var góður fiskur á Norðurkanti í byrjun túrs en þegar við færðum okkur á Nýjagrunn í lokin var fiskurinn smár en hörku veiði samt sem áður.” Segir Davíð Þór Helgason, undirstýrimaður.

Þetta er fyrsti túrinn sem Málmey fer eftir að nýr krani var settur á skipið og segir Davíð hann hafa virkað sem skildi, án allra vandræða.

Þess má einnig geta að Málmey fór í slipp í sumar þar sem viðhaldi var sinnt að venju auk þess sem sett var upp ný ljósavél, nýjar togvindur og nýtt skrúfustjórnunarkerfi. Það má því segja að skipið sé í sínu besta formi fyrir komandi vetur.