Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkróki í morgun, heildarmagn afla voru um 126 tonn, að langmestu leiti þorskur, en í meðafla var bæði grálúða og tindabykkja. Málmey var á veiðum á Ostahrygg allan þennan túr.
Þórarinn Hlöðversson skipstjóri sagði veiðina hafa verið rólega, ágætis nudd bara, enn það hafi verið leiðindaveður allan túrinn.