Málmey SK1 landar í Grundarfirði.

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 184 tonn.  Heimasíðan ræddi við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum tæpa sex sólarhringa á veiðum í Skerjadýpi, Eldeyjarbanka og á Flugbrautinni.  Uppistaða aflans er að mestu djúpkarfi og ufsi, en smávegis var af þorski og ýsu.  Veðrið var gott fyrri hlutann en hryssings kaldi var síðustu dagana“ segir Þórarinn.