„Menn eru hoppandi kátir með fiskeríið“

 In Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur.  Rætt var við Andra Má Welding stýrimann „Við vorum þrjá sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð, en fyrir helgina millillönduðum við rúmum 100 tonnum eftir tvo sólarhringa á veiðum.  Við vorum á veiðum á Flugbrautinni og Eldeyjarbanka.  Veiðarnar hafa gengið vel og menn eru hoppandi kátir með fiskeríið þessar vikurnar.  Veðrið hefur einnig verið mjög gott“ segir Andri.

Start typing and press Enter to search