„Mjög góð veiði var á Kantinum“
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 141 tonn. Rætt var stuttlega við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum á veiðum í rétt rúma 3 sólarhringa, það var góð veiði á Halanum en við urðum frá að hverfa vegna veðurs þá héldum við í Kolluál þar var veiðin dræm, veiðiferðin endaði á Kantinum þar gekk vel að fiska. Veðrið hefur verið leiðilegt og risjótt allan túrinn“ segir Þórarinn.