„Mjög góð veiði var í þorski“
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 166 tonn, uppistaða aflans er þorskur.
Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra.
„Veiðiferðin að þessu sinni voru fjórir sólarhringar, við byrjuðum í Reykjafjarðarál, færðum okkur síðan á Halann og enduðum veiðiferðina í Nesdýpi. Mjög góð veiði var í þorski en róleg veiði í öðrum tegundum. Framan af var veðrið mjög gott en það var orðið leiðilegt undir lokin“ segir Þórarinn.