Samstarfssamningur við Eldvarnabandalagið

 Í Fréttir

FISK Seafood og Soffanías Cecilsson gerðu á dögunum samning við Eldvarnabandalagið um eflingu eldvarna bæði á sjó og í landi með innleiðingu á eldvarnastefnu. Markmið verkefnisins er að auka öryggi starfsfólks og draga úr líkum á tjóni á rekstri og á eignum auk þess að viðhalda fjárfestingum í eldvarnabúnaði.

Markmið verkefnisins er að allar starfsstöðvar innleiða eigið eldvarnaeftirlit, taki upp verklag um logavinnu og efli eldvarnir á heimilum starfsmanna með aukinni fræðslu. Verkefnið stendur yfir í 12 mánuði þar sem farið er mánaðarlega um starfsstöðvar með gátlista, frávik skráð, útbótaáætlun sett í gang og þeim fylgt eftir. Gert verður áhættumat fyrir logavinnu og munu starfsmenn og verktakar sem vinna við logavinnu meta aðstæður og sækja um logaleyfi áður en þeir hefja vinnu. Þetta er gert til að tryggja að búið sé að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir sem viðhafa þarf þegar unnið er með opinn eld eða neista. Á næstu dögum verða skipaðir eldvarnafulltrúar fyrir hverja starfsstöð sem munu sinna eftirlitinu eftir að hafa fengið viðeigandi fræðslu frá starfsmönnum Brunavarna viðkomandi Sveitarfélags.

Hjá FISK og Soffaníasi starfa í heildina um 280 manns og mun allt starfsfólk félagsins fá fræðslu um eldvarnir heimilis- og vinnustaðar auk þess að fá afhenta handbók um eldvarnir frá Brunavörum þess Sveitarfélags er deildin starfar innan.

Verkefnið fer af stað í nóvember og hlökkum við til að taka þetta verkefni föstum tökum.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter