FISK Seafood og dótturfélaga
Lög og sáttmálar
- Félagið hefur í heiðri öll lög og reglur varðandi reksturinn og fylgir þeim eftir.
- Félagið tryggir að faglega sé staðið að bókhaldi og reikningsskilum.
- Félagið uppfyllir allar skyldur við starfsmenn með því að fara að lögum og gildandi kjarasamningum.
Trúnaður
- Félagið hefur að leiðarljósi fagmennsku, heiðarleika og sanngirni í öllum samskiptum og viðskiptum.
- Félagið virðir og viðheldur trúnaði og þagmælsku gagnvart viðskiptavinum.
- Starfsmenn virða trúnað er þeir skrifa undir í starfssamningi og vinna samkvæmt settu verklagi.
Gjafir og hagsmunir
- Við bjóðum ekki né greiðum mútur, sama hvar við stundum viðskipti, sama hverjar aðstæðurnar eru og sama hver á í hlut. Við heimilum ekki fulltrúum okkar né milliliðum að gera slíkt.
- Við samþykkjum aldrei eða þiggjum mútur. Við förum ekki fram á eða samþykkjum neinn fjárhagslegan greiða eða annan greiða frá örðum fyrir að sinna starfi okkar.
Samfélagið og félagsmál
- Félagið hefur í heiðri hagsmuni og orðspor Íslands sem matvælaframleiðanda með því að sýna fagmennsku í vinnslu á afurðum, samskiptum, sölumálum og útflutningi.
- Félagið sýnir ábyrgð í verki gangvart umhverfi, náttúru og samfélagi.
- Félagið leggur áherslu á gangsæi við allar ákvarðanatökur er varða starfsemi fyrirtækisins.
- Félagið styður mannréttindi og viðurkennum mikilvægi þeirra í samræmi við alþjóðlega sáttmála og aðrar siðareglur.
- Við förum að gildandi lögum og reglum um mannréttindi sem lúta meðal annars að nauðungar- og þrælkunarvinnu, barnavinnu og misrétti á vinnustöðum.
- Við munum aldrei líða vinnumansal eða barnavinnu, hvorki hjá okkur né þeim sem fyrir okkur starfa.
Öryggismál
- Við berum öll ábyrgð, við fylgjum lögum, reglum og verklagi til að tryggja öryggi okkar og annarra. Við látum vita ef eitthvað má betur fara og stöðvum vinnu ef öryggi er ekki tryggt.
- Félagið tryggir öryggi starfsmanna með faglegum starfsháttum, góðri aðstöðu og viðurkenndum búnaði.
Samskipti og samvinna
- Við hrósum og hvetjum, virðum skoðanir, deilum þekkingu og veitum endurgjöf.
- Við erum hreinskilin og tökum ábyrgð á ákvörðunum okkar og gjörðum.
- Við erum jákvæð og sýnum það í tali og verki.
- Við göngum vel um vinnustaðinn okkar.
- Við veitum liðsinni ef við sjáum að einhverjum líður illa.
- Við fundum reglulega saman og tryggjum þannig góð samskipti.