Sigurborg SH 12 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun með heildarafla um 75 tonn, þar af um 27 tonn af þorski, um 20 tonn af ýsu og um 12 tonn af karfa, minna í öðrum tegundum.
Sigurborg var meðal annars á veiðum við Skáð og Vestan við Nes.
Ómar Þorleifsson, skipstjóri, sagði að túrinn hefði verið erfiður en þó gengið upp. Það hafi verið leiðindaveður framan af en veiðinn hafi sloppið fyrir horn á endanum.