Sigurborg SH 12 kom til hafnar í Grundarfirði í morgun. Heildarþyngd afla voru um 72 tonn, þar af um 28 tonn af ýsu og um 20 tonn af þorski, minna í öðrum tegundum.
Sigurborg var meðal annars á veiðum við Grunnkant og Hornbanka.
“Það var víða farið um grunnslóðir Vestfjarða og frekar döpur veiði, enduðum norður á Hornbanka í ýsu sem reddaði túrnum, en maður vill alltaf meira!” Sagði Ómar Þorleifsson, skipstjóri.