Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með 43 tonn, af því voru um 14 tonn af þorski, 9 tonn af ýsu og 1 tonn af karfa. Minna í öðrum tegundum. Sigurborg var á veiðum við Flökin og Skáp.
Sigurborg hefur haldið aftur til veiða.