FISK-Seafood hefur birt sjálfbærniskýrslu frá árinu 2021. Við leggjum upp með að stunda ábyrgar fiskveiðar og skila frá okkur gæðavöru án þess að skaða umhverfið eða samfélagið.
Grundvallarstoðir sjálfbærninnar eru þrjár: Náttúra, samfélag og efnahagur. FISK-Seafood hefur um árabil grundvallað alla sína starfssemi á þrennu: að vera traustur vinnuveitandi, góður nágranni nærsamfélagsins og nærgætinn notandi sjávarauðlindarinnar. Við höfum lagt mikinn metnað í að styðja við samfélagið, þar má nefna stuðning til íþróttastarfs og björgunarsveita. Við stöndum fyrir umhverfisdegi þar sem samfélagið allt tekur þátt í að hreinsa nærumhverfi sitt og við fögnum sjómannadeginum með hátíð á bryggjunni ár hvert. Einnig styrkjum við skólastarf á öllum stigum. Án lifandi samfélags sem vex og dafnar í góðu jafnvægi væri rekstur FISK-Seafood aldrei mögulegur. Þess vegna leggjum við okkar af mörkum og þannig endurspeglast viðhorf FISK-Seafood í grundvallarstoðum sjálfbærninnar.