Sjálfbærniskýrsla FISK Seafood hefur verið birt samhliða ársuppgjöri í annað sinn. Í skýrslunni er fjallað um ófjárhagslega þætti starfseminnar og nær hún yfir rekstur samstæðu FISK Seafood ehf. nema annað sé tekið fram. Skýrslan er unnin samkvæmt leiðbeiningum Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands og Staðlaráðs Íslands auk UFS leiðbeininga Nasdaq kauphallarinnar, útgáfu 2.0 frá febrúar 2020 (ESG Reporting Guide 2.0).

Skýrslan tekur til ársins 2022 þar sem upplýsingar og mælingar eru byggðar á gögnum og þekkingu sem fyrirtækið hefur undir höndum á þeim tímapunkti sem skýrslan er skrifuð. Hún er ekki tæmandi yfir þau áhrif sem fyrirtækið hefur á samfélag, umhverfi og efnahag. Skýrslan hefur ekki verið endurskoðuð af þriðja aðila.

Skýrslan er yfirgripsmikill og nákvæmur leiðarvísir þar sem m.a. er tekið á umhverfismálum, sjálfbærri nýtingu fiskistofna, starfsreglum stjórnar, jafnréttismálum, persónuvernd, öryggismálum, mannréttindum, virðingu, innra eftirliti, áhættustýringu o.fl.

Ritstjórn: Friðbjörn Ásbjörnsson, Guðrún Sighvatsdóttir, Kristinn Kristófersson, Stefanía Inga Sigurðardóttir og Sunna Dögg Þorsteinsdóttir.

Ljósmyndir: Davíð Már Sigurðsson

Útgefið: Maí 2023

Davíð Már Sigurðsson

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter