„Það hefur verið snúið að fá þorsk á togara slóðum“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 149 tonn, uppistaða aflans var þorskur og ufsi.  Heimasíðan ræddi við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, settum niður troll víða.  Leituðum víða af þorski fyrir norðan land, en fengum ágæta veiði á Grímseyjarsvæðinu.  Það hefur verið snúið að fá þorsk á togara slóðum, því kynþroska þorskur er upp í fjöru að sinna tilhugalífinu.  Urðum varir við ufsa í restina á túrnum.  Blíða allan túrinn og rennisléttur sjór“ segir Ágúst.

 

 

Drangey við Grímsey, Mynd: Sigtryggur Gíslason.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter