„Það var fín þorskveiði“
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 156 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn.
„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum á Strandagrunni og enduðum á Halanum og Þverálshorni. Það var fín þorskveiði en minna var af ufsanum. Veðrið var fínt fyrstu þrjá sólarhringana en síðan var bræla restina af túrnum,“ sagði Andri.