„Það var rjómablíða allan þennan túr“
Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 73 tonn. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn.
„Þessi veiðiferð var um sex dagar, þar af vorum við fimm sólarhringa á veiðum. Við vorum allan túrinn á Grunnslóðinni út af Vestfjörðum í allt í lagi veiði. Það var rjómablíða allan þennan túr fyrir utan einn og hálfan sólarhring þar sem var norðaustan kaldi,“ sagði Stefán Viðar.