Þolinmæðisvinna
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 158 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann og spurði um túrinn.
„Veiðiferðin var sex dagar á veiðum. Við höfum verið á Þverálshorni, Halanum og Þverál. Veiðarnar hafa verið þolinmæðisvinna, eitt tonn á togtíma og farið í tvö tonn þegar best var. Veðrið hefur verið ágætt að mestu en skítabræla í lokin,“ sagði Andri.