Tryggvi Eðvarðs SH 2 í september

Krókabáturinn Tryggvi Eðvarðs fór 23 veiðiferðir í septembermánuði og landaði úr þeim ýmist á Sauðárkróki eða Skagaströnd. Heildarafli yfir mánuðinn voru um 159 tonn (slægt magn) og uppistaða aflans var ýsa og þorskur. Veiðiferðir hjá Tryggva taka yfirleitt um sólarhring og eru fjórir menn í áhöfninni.

“Veðrið var fínt hjá okkur í september, veiðin byrjaði rólega en svo rættist úr henni þegar leið á mánuðinn” sagði Gylfi Scheving Ásbjörnsson, skipstjóri, á landleið til Skagastrandar með einhver 16-17 tonn í bátnum.