Túrinn endaði fyrr en áætlað var.

 In Arnar HU 1, Fréttir

Arnar Hu1

Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki í dag, 20. desember.

Veiðiferðin hófst að kveldi 29. nóvember s.l, og spannar hún því um 20 daga.

Haft var samband við skipstjórann á Arnari sem sagði veðrið hafa verið mjög gott framan af, en sökum brælu síðustu daga hafi túrinn endað fyrr en áætlað var. Arnar var á veiðum á V og NV miðum.
Heildarmagn afla upp úr sjó var um 395 tonn, 208 tonn af ýsu, 64 tonn af ufsa, 61 tonn af þorski og 56 tonn af gullkarfa. Aflaverðmæti er um 210 milljónir.

 

Start typing and press Enter to search

Drangey