„Týpískt íslenskt sumarveður“
Sigurborg SH12 landaði í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 80 tonn, uppistaða aflans var ufsi og þorskur. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn stýrimann.
„Veiðiferðin tók rúmlega fjóra sólarhringa en við vorum á veiðum í rúma þrjá, í Breiðafirði, Nesdýpi og á Halanum. Það gekk sæmilega að veiða ufsa en þorskurinn var að þvælast fyrir okkur á Kolaslóðinni. Við fengum týpískt íslenskt sumarveður, sól, rigningu, þoku og hæglætis vind“ segir Guðbjörn.