Umhverfisdagur FISK Seafood

Ljósmynd: Davíð Már Sigurðsson
Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 7. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), í Varmahlíð og á Hofsósi. Að því loknu mun FISK Seafood bjóða öllum þáttakendum að þiggja veitingar í húsnæði FISK á Sauðárkróki (nánar auglýst síðar).
Umhverfisdagurinn er samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og styðja við aðildafélög og deildir innan UMSS. Í ár mun FISK Sefood greiða 10.000 kr. á hvern einstakling sem tekur þátt, inn á reikning aðildafélags/deildar sem þáttakandi óskar.
Skráning á umhverfisdaginn fer fram í gegnum Google forms https://forms.gle/xmDUm2z9ZVY9WsTbA og líkur skráningu 4 maí nk.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur skemmtilegan fjölskyldudag.