Umhverfisdagur FISK Seafood

 Í Fréttir

 

Ljósmynd: Davíð Már Sigurðsson

Umhverfisdagurinn verður haldinn 6. maí nk. frá klukkan 10-12 og eftir það verður boðið upp á hressingu á Sauðárkróki.

Umhverfisdagurinn er samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði. Í ár mun FISK Seafood greiða 12.000 kr. á hvern einstakling sem tekur þátt, inn á reikning þess aðildafélags/deildar sem þátttakandi óskar.

Frá upphafi umhverfisdagsins hefur hann stækkað ár frá ári en árið 2022 tókum við upp 8,7 tonn af rusli. Líkt og í fyrra þá verðum við með starfsstöðvar á Sauðárkróki, í Varmahlíð, á Hólum og á Hofsósi.

Skráning stendur til 3 maí nk.: https://forms.gle/xV5ZLTQcUBNiH5fF9

Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey