Hlutverk og ábyrgð

FISK Seafood leggur áherslu á að miðla traustum, skýrum og áreiðanlegum upplýsingum um málefni er tengjast útgerð, vinnslu og sölu afurða félagsins.

 

Markmið

Markmið FISK Seafood er að tryggja hagsmunaaðilum sem bestan aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem stuðla að jákvæðri umfjöllum um sjávarútveg hvort sem er innan félagsins eða utan.

Öll meðferð upplýsinga skal fullnægja kröfum laga um persónuvernd, upplýsinga- og stjórnsýslulaga auk annarra laga sem kunna að eiga við hverju sinni.

 

Innri miðlun og virk samskipti við starfsfólk

Starfsmenn hafa greiðan aðgang að upplýsingum innan félagsins og eru meðvitaðir um helstu verkefni sem eru í gangi hverju sinni.

Þetta auðveldar samskipti á milli starfsmanna, ábyrgð og verkaskipting er starfsmönnum ljós og hvatt er til umræðu og skoðanaskipta.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að upplýsa yfirmenn deilda um helstu verkefni sem eru í gangi hverju sinni og það er hlutverk yfirmanna deilda að deila upplýsingum með starfsfólki.

Upplýsingum er komið til starfsmanna með eftirfarandi hætti:

  • Upplýsingaskjár
  • Tafla í starfsmannarými
  • Starfsmannafundir
  • Fræðslukerfi (námskeið)
  • Facebook hópar starfsmanna
  • Tölvupóstur

 

Ytri miðlun

Með ytri miðlun er átt við upplýsingaflæði til almennings, stjórnvalda, fjölmiðla og annarra sem kunna að hafa áhuga á starfssemi félagsins. Helstu „fréttaveitur“ félagisins eru:

 

Upplýsingagjöf við sérstakar aðstæður

Ef upp koma aðstæður sem þykja fréttnæmar skal gera yfirmanni deildar eða framkvæmdastjóra gert viðvart sem munu ákveða í framhaldinu upplýsingagjöf til starfsfólks og fjölmiðla.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter