Veðrið hefur verið nokkuð gott.
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar.
Haft var samband við Kristján Blöndal stýrimann á Málmey
„Við vorum fjóra sólahringa á veiðum,
á Þverálshorni, Strandagrunni og enduðum veiðiferðina á Sporðagrunni.
Veiðarnar hafa gengið ágætlega og var heildarmagn afla um borð um 128 tonn,
uppistaða aflans er þorskur og ýsa,
veðrið hefur verið nokkuð gott fyrir utan einn dag í túrnum“ sagði Kristján.