„Veðrið með besta móti“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 54 tonn og uppistaða aflans voru 13 tonn af skarkola og 14 tonn af bæði ýsu og þorski.  Heimasíðan hafði samband við Guðmund Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Í þessum túr vorum við um fimm sólarhringa á veiðum. Við vorum víða á vestfjarðarmiðasvæðinu í túrnum, þó mest á grunnslóðinni. Veiðarnar voru rólegar og veðrið var með besta móti allan túrinn,“ sagði Guðmundur.

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter