„Veiðar hafa gengið vel“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki en millilandað var í Reykjavík. Aflaverðmæti um borð um 110 milljónir en heildar aflaverðmæti túrsins er um 300 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við fórum út kvöldið 19. ágúst og veiðiferðin var 32 dagar. Við byrjuðum á Vestfjarðamiðum fyrstu vikuna, héldum svo suður á Skerjadýpi og enduðum svo fyrir vestan. Veiðar hafa gengið vel og vinnsla líka. Millilandað var úr skipinu í Reykjavík 5. september 14.000 kössum, núna verður landað rúmum 10.000 kössum. Veðrið hefur verið með besta móti,“ sagði Guðjón.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey