„Veiðarnar gengu vel“
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði. Veiðiferðin tók sex sólarhringa höfn í höfn, en þeir voru á veiðum í fjóra sólarhringa og aflinn um 80 tonn. Veiðiferðin byrjaði við Flökin í Breiðafirði og var ágætis kropp í þorsk, ýsu og skarkola. Því næst var haldið suður á Reykjaneshrygg og túrinn kláraður í karfa, veiðarnar gengu heilt yfir vel, og veðrið var ágætt allan túrinn.