„Veiðin var fín“
Drangey SK2 landar í heimahöfn á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er 213 tonn, uppistaða aflans er þorskur.
Heimasíðan náði tali af Bárði Eyþórssyni skipstjóra sem segir veiðiferðina hafa byrjað á Sléttugrunni þar sem fín veiði hafi verið framan af. Þaðan var farið norður fyrir Kolbeinsey þar sem fiskaðist vel bæði í þorski og grálúðu. Veðrið var mjög gott allan túrinn, segir Bárður.