„Við fórum víða í þessum túr“
Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 69 tonn. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn.
„Þessi veiðiferð var um sex dagar og þar af voru um fimm á veiðum. Við fórum víða í þessum túr, suður fyrir land og norður á vestfjarðarmið. Veiðarnar gengu þokkalega í byrjun en dró svo úr þeim þegar við færðum okkur uppá grunnslóðina. Blíðskapar veður var þennan túr fyrir utan einn dag þegar fór í norðaustan átt 15-20m/s,“ sagði Stefán.