„Við hittum á mikið af þorski“
Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 116 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Rætt var við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum tæpa tvo sólarhringa á veiðum á Flugbrautinni sem er veiðislóð fyrir utan Snæfellsnes. Við hittum á mikið af þorski sem er á útleið þarna. Bongó blíða allan túrinn, hæg NA átt og fremur kalt“ segir Ágúst.