„Við vorum að eltast við kola“
Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn.
„Við vorum vel á sjötta sólarhring í þessari veiðiferð. Við vorum að eltast við kola á Grunnslóðinni út af Vestfjörðum og veiðarnar gengu bara þokkalega. Veðrið var bara hið þokkalegasta, hæg norðaustan átt,“ sagði Stefán.