Viðurkenning í öryggis- og umhverfismálum

Bjarni Guðjónsson forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS, Stefanía Inga Sigurðardóttir gæða- og öryggisstjóri FISK-Seafood og Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sölu og þjónustu VÍS
„Eftir því er tekið hvað athafnasvæði félagsins er snyrtilegt og hvernig við höfum unnið að bættum aðbúnað starfsmanna og stuðlað að heilsueflingu á vinnustað. Starfsmenn eru duglegir að nýta sér Atvikaskráningakerfi og stjórnendur bregðast við, rannsaka og gera úrbætur á þeim atvikum sem upp koma. Við erum virkir þátttakendur í verkefni Eldvarnabandalagsins og eru fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið sem innleiðir verklag þess. Við höfum einnig verið dugleg að hvetja aðra áfram, deilum okkar reynslu og þekkingu með öðrum fyrirtækjum sem vilja byggja upp sitt vinnuverndarstarf auk þess að vera virkur þátttakandi í öryggishópi SFS“.
„Árangur í öryggismálum næst ekki nema að allir leggist á eitt, stjórnendur verða á setja gott fordæmi og starfsmenn að vera virkir þátttakendur. FISK er einstaklega heppið með starfsfólk og við viljum öll að okkur líði vel vinnunni og stefnum auðvitað öll á að koma heil heim að vinnudegi loknum“.
„Það er þó ekki svo að við séum fullkomin, langt því frá, við getum alltaf gert betur. Öryggisvegferðinni er aldrei lokið, það þarf að byggja upp sterka öryggismenningu á starfsstöðvunum. Við erum að takast á við nýjar áskoranir daglega, við erum mannleg og við þurfum að mæta því óvænta“.