Vorblíða
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 166 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.
„Við vorum tæpa fimm sólarhringa á veiðum. Við vorum allan tímann á Sléttugrunni. Veiðarnar hafa gengið vel, alltaf eitthvað kropp. Eitt og eitt gott hal. Veðrið hefur leikið við okkur, bara vorblíða,“ sagði Ágúst.