Vel gekk að veiða gullkarfa.

Arnar HU 1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn í Arnar samsvarar til 748 tonnum af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er 240 milljónir. Uppistaða aflans er 294 tonn af gullkarfa, 233 tonn af ufsa, 130 tonn af ýsu og 74 tonn af þorski. Minna í öðrum tegundum. Þeir á Arnari höfðu reynt […]

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði.

Sigurborg SH 12 kom til hafnar í Grundarfirði með 52 tonn. Af því voru um 27 tonn af ýsu, 11 tonn af þorski, 7 tonn af skarkola og 1 tonn af ufsa. Minna í öðrum tegundum. Aflinn veiddist meðal annars við Skráp og Spillir. Áætlað er að Sigurborg haldi aftur til veiða á löndun lokinni.