Vel gekk að veiða gullkarfa.

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Arnar HU 1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn í Arnar samsvarar til 748 tonnum af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er 240 milljónir. Uppistaða aflans er 294 tonn af gullkarfa, 233 tonn af ufsa, 130 tonn af ýsu og 74 tonn af þorski. Minna í öðrum tegundum. Þeir á Arnari höfðu reynt fyrir sér á 22 fiskimiðum, norðaustast voru þeir á kantinum vestan við Grímsey, vestur um og suður fyrir að Heimsmeistarahrygg. Veðrið í túrnum var risjótt en gott þess á milli. Veiðarnar hafa gengið upp og ofan, vel gekk að veiða gullkarfa en verr gekk að veiða ufsa, ýsu og þorsk.

Áætlað er að Arnar haldi aftur á miðin að löndun lokinni.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter