Um FISK-Seafood

FISK-Seafood hefur orðið til með kaupum og samrunum nokkurra félaga á umliðnum áratugum. Þessi félög eru:
Fiskiðja Sauðárkróks hf, Útgerðarfélag Skagfirðinga hf, Skjöldur hf., Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf, Skagstrendingur hf. og Soffanías Cecilsson hf.

landvinnsla

FISK-Seafood er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands. Félagið starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar; frá veiðum, eldi og vinnslu til sölu og útflutnings. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1955, hefur víðtæka þekkingu og reynslu í sjálfbærri nýtingu á takmarkaðri náttúruauðlind. Þessi þekking og virðing endurspeglast í allri starfsemi FISK Seafood

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Friðbjörn Ásbjörnsson.

Í stjórn FISK-Seafood eru:
Þórólfur Gíslason  formaður
Bjarni Maronsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Sigurjón Rúnar Rafnsson
Ingileif Oddsdóttir

Ein af grunnstoðum FISK-Seafood er hæft, traust og áreiðanlegt starfsfólk, bæði til sjós og lands. FISK-Seafood er vinnustaður þar sem leitast er við að hafa góðan aðbúnað starfsfólks. Fyrirtækið hefur öfluga öryggisstefnu þar sem áherslan er á að tryggja velferð og öryggi starfsfólks. FISK-Seafood leggur áherslu á jafnrétti með því að hvetja bæði karla og konur til að ganga til liðs við fyrirtækið. Fyrirtækið greiðir sömu laun fyrir sömu vinnu og heimilar ekki mismunun.

FISK-Seafood starfar á alþjóðlegum markaði og eru afurðir fyrirtækisins seldar víða um heim. Á þeim grundvelli vinnur fyrirtækið að því að óskir og þarfir markaðarins verði ávallt hafðar að leiðarljósi við stjórnun og ákvarðanatöku.

Söguleg Starfsemi

Gamlar myndir úr í rekstri fyrirtækisins.

Stefnur og vottanir

Öryggisstefna

Öryggisstefna

Öryggismarkmið fyrirtækisins eru sett fram til að skipuleggja, stjórna og mæla árangur á þeim þáttum sem hafa áhrif á öryggi og velferð starfsmanna.

Starfsmannastefna og jafnréttisáætlun

Starfsmannastefna og jafnréttisáætlun

Starfsmannastefna FISK-Seafood gengur út frá þeirri vissu að árangur í rekstri fyrirtækisins byggist öðru fremur á þekkingu og metnaði starfsfólksins.

Gæða- og umhverfisstefna

Gæða- og umhverfisstefna

Gæða- og umhverfisstefna er sett svo að tryggja megi að framleiðslan sé örugg, samkvæmt umsömdum gæðum og að hún uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter