Um FISK-Seafood

FISK-Seafood hefur orðið til með kaupum og samrunum nokkurra félaga á umliðnum áratugum. Þessi félög eru:
Fiskiðja Sauðárkróks hf, Útgerðarfélag Skagfirðinga hf, Skjöldur hf., Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf og Skagstrendingur hf.

landvinnsla

FISK-Seafood er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands og er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Félagið starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar; frá veiðum og vinnslu til sölu og útflutnings. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1955, hefur víðtæka þekkingu og reynslu í sjálfbærri nýtingu á takmarkaðri náttúruauðlind. Þessi þekking og virðing endurspeglast í allri starfsemi FISK Seafood

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Friðbjörn Ásbjörnsson.

Í stjórn FISK-Seafood eru:
Þórólfur Gíslason  formaður
Bjarni Maronsson
Herdís Á Sæmundardóttir
Sigurjón Rúnar Rafnsson
Ingileif Oddsdóttir

 

Endurskoðunarnefnd:
Gunnar Þór Ásgeirsson formaður
Herdís Á Sæmundardóttir
Ingileif Oddsdóttir

Ein af grunnstoðum FISK-Seafood er hæft, traust og áreiðanlegt starfsfólk, bæði til sjós og lands. FISK-Seafood er vinnustaður þar sem leitast er við að hafa góðan aðbúnað starfsfólks. Fyrirtækið hefur öfluga öryggisstefnu þar sem áherslan er á að tryggja velferð og öryggi starfsfólks. FISK-Seafood leggur áherslu á jafnrétti með því að hvetja bæði karla og konur til að ganga til liðs við fyrirtækið. Fyrirtækið greiðir sömu laun fyrir sömu vinnu og heimilar ekki mismunun.

FISK-Seafood starfar á alþjóðlegum markaði og eru afurðir fyrirtækisins seldar víða um heim. Á þeim grundvelli vinnur fyrirtækið að því að óskir og þarfir markaðarins verði ávallt hafðar að leiðarljósi við stjórnun og ákvarðanatöku.

Söguleg starfsemi

Gamlar myndir úr rekstri fyrirtækisins.

Stefnur, jafnréttis- og persónumál

Öryggisstefna

Öryggisstefna

Öryggismarkmið fyrirtækisins eru sett fram til að skipuleggja, stjórna og mæla árangur á þeim þáttum sem hafa áhrif á öryggi og velferð starfsmanna.

Upplýsingastefna

Upplýsingastefna

FISK Seafood leggur áherslu á að miðla trausum, skýrum og áreiðanlegum upplýsingum um málefni er tengjast útgerð, vinnslu og sölu afurða félagsins.

Starfsmannastefna og jafnréttisáætlun

Starfsmannastefna og jafnréttisáætlun

Starfsmannastefna FISK-Seafood gengur út frá þeirri vissu að árangur í rekstri fyrirtækisins byggist öðru fremur á þekkingu og metnaði starfsfólksins.

Persónuvernd

Persónuvernd

FISK Seafood stuðlar að ábyrgri meðferð persónuupplýsinga, hvort sem það eru upplýsingar um starfsmenn eða viðskiptavini.

Gæða- og matvælaöryggi

Gæða- og matvælaöryggi

Gæða- og matvælaöryggisstefna er sett svo að tryggja megi að framleiðslan sé örugg, samkvæmt umsömdum gæðum og að hún uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina.

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna

Félagið leitast við að starfa í sátt við samfélag og umhverfi meðal annars með því að draga úr kolefnisspori rekstrarins með kolefnishlutleysi að markmiði.

Starfsreglur og siðferði

Siðareglur

Siðareglur

FISK Seafood leggur áherslu á heiðarleika í viðskiptum. Við greiðum ekki né þiggjum mútur. Við sýnum jákvæðni í verki og tali, tökum ábyrgð á ákvörðunum okkar og virðum skoðanir annarra.

Áætlun um heilbrigði og öryggi á vinnustað

Áætlun um heilbrigði og öryggi á vinnustað

FISK Seafood vill stuðla að góðum samskiptum og starfsanda á vinnustað. Ef upp kemur ábendin / kvörtun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti eða ofbeldi skal sá sem leitað er til bregðast við eins fljótt og kostur er. Leggja skal áherslu á að leysa málið eins fljótt og hægt er.

Fjárhagslegar upplýsingar

Fjárfestingar í félögum sem ekki hafa útgerð fiskiskipa með höndum á síðustu 10 árum

Nafn félags Land Fjárfestingaár  Megin starfsemi Bókfært virði í árslok 2022Tengsl Raunverulegur eigandi
Verið VísindagarðarÍsland2007Rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræðiLagt niður 2022
Hólalax hf.Ísland2009SeiðaeldiSameinað FISK 2019Dótturfélag
Iceprotein ehf.Ísland2009Rannsóknir og þróunarstarf í líftækniSelt 2019Dótturfélag
Fóðurblandan hf.Ísland2009Framleiðsla húsdýrafóðurs612.260.630.-HlutdeildarfélagStjórn skráð sem eigandi
Þróunarfélag Snæfellinga ehf.Ísland2011ÞróunarfélagSelt 2019
Olíuverslun Íslands ehf.Ísland2012Heildverslun með eldsneyti og skyldar vörurSelt 2018
Náttúra fiskirækt ehf.Ísland2013FiskeldiSameinað FISK 2019Dótturfélag
Protis ehf.Ísland2015Framleiðsla og sala lífefnaSelt 2019Dótturfélag
Solo ehf.Ísland2016Starfsemi eignarhaldsfélagaSelt 2018
ISI hfÍsland2018Umboðsverslun með fisk og fiskafurðir1.851.286.164.-Skráð á markaði
Hagar hf.Ísland2018Stórmarkaðir og matvöruverslanirSelt 2019
Solo holding ehf.Ísland2018Starfsemi eignarhaldsfélagaSelt 2018
FISK Seafood fjárfesting ehf.Ísland2018Starfsemi eignarhaldsfélaga6.529.676.590.-DótturfélagStjórn skráð sem eigandi
FISK Seafood eignarhaldsf. ehf.Ísland2019Starfsemi eignarhaldsfélagaSelt 2019Dótturfélag
Kiddi Dóra ehf.Ísland2021Starfsemi eignarhaldsfélaga1.109.297.906.-DótturfélagStjórn skráð sem eigandi
Brennigerði ehf.Ísland2021BújörðSameinað FISK 2022Dótturfélag

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter