Um FISK-Seafood
FISK-Seafood hefur orðið til með kaupum og samrunum nokkurra félaga á umliðnum áratugum. Þessi félög eru:
Fiskiðja Sauðárkróks hf, Útgerðarfélag Skagfirðinga hf, Skjöldur hf., Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf, Skagstrendingur hf. og Soffanías Cecilsson hf.
Fiskiðja Sauðárkróks hf, Útgerðarfélag Skagfirðinga hf, Skjöldur hf., Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf, Skagstrendingur hf. og Soffanías Cecilsson hf.

FISK-Seafood er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands. Félagið starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar; frá veiðum og vinnslu til sölu og útflutnings. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1955, hefur víðtæka þekkingu og reynslu í sjálfbærri nýtingu á takmarkaðri náttúruauðlind. Þessi þekking og virðing endurspeglast í allri starfsemi FISK Seafood
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Friðbjörn Ásbjörnsson.
Í stjórn FISK-Seafood eru:
Þórólfur Gíslason formaður
Bjarni Maronsson
Herdís Á Sæmundardóttir
Sigurjón Rúnar Rafnsson
Ingileif Oddsdóttir
Endurskoðunarnefnd:
Gunnar Þór Ásgeirsson formaður
Herdís Á Sæmundardóttir
Ingileif Oddsdóttir
Ein af grunnstoðum FISK-Seafood er hæft, traust og áreiðanlegt starfsfólk, bæði til sjós og lands. FISK-Seafood er vinnustaður þar sem leitast er við að hafa góðan aðbúnað starfsfólks. Fyrirtækið hefur öfluga öryggisstefnu þar sem áherslan er á að tryggja velferð og öryggi starfsfólks. FISK-Seafood leggur áherslu á jafnrétti með því að hvetja bæði karla og konur til að ganga til liðs við fyrirtækið. Fyrirtækið greiðir sömu laun fyrir sömu vinnu og heimilar ekki mismunun.
FISK-Seafood starfar á alþjóðlegum markaði og eru afurðir fyrirtækisins seldar víða um heim. Á þeim grundvelli vinnur fyrirtækið að því að óskir og þarfir markaðarins verði ávallt hafðar að leiðarljósi við stjórnun og ákvarðanatöku.
Stefnur, jafnréttis- og persónumál
Starfsreglur og siðferði
Fjárhagslegar upplýsingar
Fjárfestingar í félögum sem ekki hafa útgerð fiskiskipa með höndum á síðustu 10 árum
Nafn félags | Land | Fjárfestingaár | Megin starfsemi | Bókfært virði í árslok 2021 | Tengsl | Raunverulegur eigandi |
Iceprotein ehf. | Ísland | 2009 | Rannsóknir og þróunarstarf í líftækni | selt 2019 | Dótturfélag | |
Protis ehf. | Ísland | 2015 | Framleiðsla og sala lífefna | selt 2019 | Dótturfélag | |
Hólalax hf. | Ísland | 2009 | Seiðaeldi | sameinað FISK 2019 | Dótturfélag | |
Fóðurblandan hf. | Ísland | 2009 | Framleiðsla húsdýrafóðurs | 579.516.140.- | Hlutdeildarfélag | Stjórn skráð sem eigandi |
Olíuverslun Íslands ehf. | Ísland | 2012 | Heildverslun með eldsneyti og skyldar vörur | selt 2018 | ||
Náttúra fiskirækt ehf. | Ísland | 2013 | Fiskeldi | sameinað FISK 2019 | Dótturfélag | |
Solo ehf. | Ísland | 2016 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | selt 2018 | ||
Solo holding ehf. | Ísland | 2018 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | selt 2018 | ||
ISI hf | Ísland | 2018 | Umboðsverslun með fisk og fiskafurðir | 4.189.166.152.- | Skráð á markaði | |
Hagar hf. | Ísland | 2018 | Stórmarkaðir og matvöruverslanir | selt 2019 | ||
Þróunarfélag Snæfellinga ehf. | Ísland | 2011 | Þróunarfélag | selt 2019 | ||
FISK Seafood fjárfesting ehf. | Ísland | 2018 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | 5.963.904.817.- | Dótturfélag | Stjórn skráð sem eigandi |
FISK Seafood eignarhaldsf. ehf. | Ísland | 2019 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | selt 2019 | Dótturfélag | |
Brennigerði ehf. | Ísland | 2021 | Bújörð | 69.976.526.- | Dótturfélag | Stjórn skráð sem eigandi |
Kiddi Dóra ehf. | Ísland | 2021 | Starfsemi eignarhaldsfélaga | 1.005.502.251.- | Dótturfélag | Stjórn skráð sem eigandi |