Tilgangur og gildissvið

Að stuðla að góðum samskiptum og starfsanda á vinnustað. Ef upp kemur ábending / kvörtun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti eða ofbeldi skal sá sem leitað er til bregðast við eins fljótt og kostur er. Leggja skal áherslu á að leysa málið eins fljótt og hægt er.

Ábyrgð

Allir starfsmenn sem hafa mannaforráð í fyrirtækinu.

Framkvæmd

Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda FISK að stuðla að góðum samskiptum og starfsanda á vinnustaðnum. Ef upp kemur ábending / kvörtun um misbrest skal sá sem leitað er til bregðast við eins fljótt og kostur er. Leggja skal áherslu á að leysa málið eins fljótt og hægt er. Félagslegt vinnuumhverfi skiptir máli því það hefur áhrif á líðan starfsfólks og getur leitt til verri afkasta, slysa og fjarvista. Okkar markmið eru að:

 • Gera skriflegt áhættumat sem tekur tillit til félagslegra þátta í vinnuaðstæðum og uppfæra það árlega.
 • Tryggja markvisst vinnuverndarstarf með því að hafa virka öryggishópa á starfsstöðvum.
 • Gera skriflega neyðaráætlun sem er uppfærð árlega
 • Tryggja góðan starfsanda með góðum samskiptaháttum, fræðslu og forvörnum.
 • Gera skriflega viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundis áreiti og ofbeldis.
 • Tryggja góðan aðbúnað með stöðugum umbótum og forvörnum.

Í vinnuverndarstarfinu þurfa stjórnendur að hafa eftirfarandi atriði í huga við skipulag vinnu:

 • Vinnutími: Fylgja þarf reglum um lögboðinn hvíldartíma. Fólk hefur val um það hvort það taki yfirvinnu þegar hún er í boði.
 • Verkefnaálag: Yfirmenn þurfa að gæta þess að starfsmenn nái að ljúka þeim verkefnum sem þeim eru sett innan skilgreinds tíma (fjöldi verkefna/vinnuhraði)? Gæta þarf að vinnuálagi og takmarka ákvæðisvinnu eins og hægt er. Gæta þarf að þekkingu starfsfólks og hvort verkefni sem þeim eru falin henti. Kostur er ef starfsfólk getur haft áhrif á vinnuálagið.
 • Sjálfræði: Hefur starfsfólk möguleika á því að skipuleggja vinnuna sjálft, að hluta eða að öllu leyti? Getur starfsfólk haft áhrif á framkvæmd vinnunnar. Vinnu, eða ákveðin verkefni á að skipuleggja þannig að starfsfólk hafi tækifæri til að bera ábyrgð og taka sjálfstæðar ákvarðanir við framkvæmd vinnu/verkefna.
 • Viðhafa sveigjanleika í starfi ef hægt er. Sveigjanleiki felur t.d. í sér hlutastörf, fjarvinnu, breytt starfshlutfall, sveigjanlegt vaktakerfi og starfslok.Yfirmenn koma á móts við þarfir starfsfólks til að sinna persónulegum málum á vinnutíma.
 • Fjölbreytni/einhæfi: Það getur verið jákvætt fyrir líðan starfsfólks að hafa fjölbreytni í starfi. Skipuleggja mismunandi verkefni yfir daginn eða hafa starfaskipti. Tilbreyting og fjölbreytni býður upp á nýjar áskoranir.
 • Sýna stuðning: Getur verið ýmist formlegur eða óformlegur. Formlegur stuðningur getur verið starfsþróunarviðtöl, verklagsreglur, námskeið, fyrirlestrar, fundir og ráðstefnur. Óformlegur stuðningur snýst um dagleg samskipti, samræður og hvatningu eða hrós við lok vinnudags eða þegar við á.
 • Koma í veg fyrir mismunun vegna aldurs, kyns, þjóðernis, trúar, menntunar, menningarlegs bakgrunns, fötlunar, kynferðis eða annars sem kann að aðgreina starfsfólk frá starfshópi.
 • Stjórnendur þurfa að fylgjast með fólki sem vinnur eitt og gæta að það einangrist ekki og finnist það hluti af starfshópnum.
 • Starfsfólk þarf að fá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar í vinnuumhverfi sem getur haft áhrif á starf þess og að starfsfólk fái kennslu á ný tæki og tækjabúnað sem það vinnur með.
 • Sálfélagslegt öryggi: Það eykur öryggi og vellíðan starfsfólks ef skipulag er skýrt og fólk veit til hvers er ætlast af því í vinnunni. Skipurit og starfslýsingar eru hluti af góðu vinnuskipulagi. Það er æskilegt að stjórnendur hvetji starfsfólk til að taka ábyrgð á afmörkuðum verkefnum, sýni frumkvæði og taki sjálfstæðar ákvarðanir. Einnig er mikilvægt að stjórnendur veiti endurgjöf um vinnuframlag starfsfólks.
 • Nýliðaþjálfun: Þegar nýtt starfsfólk tekur til starfa á samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að bjóða upp á nýliðaþjálfun sem tengist starfinu sem á að framkvæma.
 • Einelti: er einstaklingsbundin upplifun og er alvarlegt mál sem stjórnendum og starfsfólki ber skylda til að taka á. Kvörtun um einelti þarf alltaf að taka alvarlega og fylgja vinnulýsingu VIL-03-08.
 • Kynferðisleg áreitni er skilgreind sem hverskonar kynferðileg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Kvörtun um kynferðislegt áreiti þarf alltaf að taka alvarlega og fylgja vinnulýsingu VIL-03-08.
 • Kynbundin áreitni er skilgreind sem hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Kvörtun um kynbundið áreiti þarf alltaf að taka alvarlega og fylgja vinnulýsingu VIL-03-08.
 • Ofbeldi er hverskyns hegðun sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður. Einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd frelsissvipting. Ofbeldi getur verið andlegt eða líkamlegt og ber kvörtunum þar um alltaf að taka alvarlega og fylgja vinnulýsingu VIL-03-08.

 

Nýjum starfsmönnum skal kynnt áætlun félagsins um heilbrigði og öryggi á vinnustað sem og viðbragðsáætlun FISK í eineltis og ofbeldismálum strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragsáætlun fyrirtækisins eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum eða í endurþjálfun. Nauðsynlegt er að allir starfsmenn FISK geri sér fulla grein fyrir því að þeir bera ábyrgð á að viðhalda góðum starfsanda á vinnustaðnum og að þeim er skylt að tilkynna ef þeir verða vitni að því að brotið er á starfsmanni fyrirtækisins.

 

Tilvísanir

Stefna     STE-01-07                Vinnulýsing  VIL-03-08                  Atvikaskráning

 

Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 með síðari breytingum

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015

Reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter