Starfsmannastefna

Hlutverk

FISK Seafood og dótturfélög hagar skipulagi starfsmannamála í samræmi við þá vissu að árangur í rekstri fyrirtækisins byggist öðru fremur á þekkingu og metnaði starfsfólks. Þess vegna vinnur fyrirtækið skipulega og markvisst að því að efla starfshæfni allra einstaklinga og hvetja hvern og einn til að nýta eigin áhuga og frumkvæði til þroska og persónulegra framfara. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda FISK að stuðla að góðum samskiptum og starfsanda á vinnustaðnum.

Stefna og markmið

 • að hafa ávallt í þjónustu sinni hæfileikaríkt og metnaðarfullt starfsfólk
 • að þekkingu starfsfólks sé viðhaldið og hún aukin með markvissum og reglubundnum hætti
 • að starfsfólk njóti góðs aðbúnaðar og samkeppnishæfra launakjara
 • að starfsfólk njóti og sýni samstarfsfólki virðingu og kurteisi í samskiptum og jafnræðis í hvívetna – óháð starfi, kynferði, uppruna eða viðhorfum
 • einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða önnur ótilhlýðileg háttsemi verður undir engum kringumstæðum umborin.
 • þátttaka (meðvirkni) starfsmanna í einelti, áreitni eða öðru ofbeldi er fordæmd.
 • að starfsfólk búi við hvetjandi, öruggar og eftirsóknarverðar starfsaðstæður
 • að upplýsa starfsfólk um þarfir rekstrarins, markmið og áætlanir þannig að hver einstaklingur geti leyst sitt verk af hendi í sem bestu samræmi við áform fyrirtækisins
 • að leggja áherslu á að jafnrétti sé virt í hvívetna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Stjórnendur gæta þess að mismuna starfsfólki ekki eftir aldri, kyni, þjóðerni, ætterni,efnahag, stjórnmálaskoðun, kynhneigð eða trúarskoðun.
 • greiða skal jöfn laun og veita sömu kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.
 • Allir starfsmenn skulu eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun. Kynbundin mismunun er óheimil, í hvaða formi sem hún birtist
 • að veita starfsfólki stuðning til að mæta kröfum fyrirtækisins um vinnuframlag
 • að veita starfsfólki stuðning til að samræma kröfur fyrirtækisins jafnframt við ábyrgð fjölskylduhlutverk hvers og eins
 • að gera starfsfólki auðveldara að hverfa frá starfi vegna aldurs eða heilsubrests þannig að slík breyting geti haft allan mögulegan aðdraganda

FISK Seafood og dótturfélög stefna að því að allir starfsmenn geti átt kost á því að takast á hendur aukna ábyrgð, vinna sérhæfðari eða meira krefjandi störf og njóta þannig umbunar fyrir starf sitt og tryggð við fyrirtækið.  Stjórnendur hafa kynnt sér þær grunnreglur varðandi starfsmannahald sem kveðið er á um í “ETI Base Code” og er vel kunnugt um þær skyldur sem þær setja fyrirtækinu og sjá til þess að þeim sé fylgt.

Jafnréttisáætlun

Tilgangur

Jafnréttisáætlunar er að tryggja jafnrétti og að allir starfsmenn hafi sömu tækifæri til að nýta hæfileika sína í starfi, óháð kyni og öðru er kann að greina þá að. Mikilvægt er að bæði stjórnendur og starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, stefnumótun og ákvarðanatöku.

Jafnréttisáætlunin gildir fyrir alla starfsmenn FISK Seafood ehf., sem hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti ríkir.

Jafnréttisáætlunin er sett til samræmis við lög nr. 150/2020, áður hefur verið unnið eftir Starfsmannastefnu og Launastefnu FISK Seafood ehf.

Jafnréttisáætlun FISK Seafood ehf tekur gildi 01.11.2021 og verður endurskoðuð árlega jafnhliða jafnlaunakerfi.

FISK Seafood fékk jafnlaunavottun skv. ÍST 85:2012 í janúar 2020.

 

Launajafnrétti

Starfsmönnum eru greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf.  Laun eru ákveðin á sama hátt fyrir alla starfsmenn.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Ákvörðun launa og starfskjara felur ekki í sér mismunun af neinu tagi. Árlega skulu laun og kjör starfsmanna greind í jafnlaunaúttekt. Framkvæmdastjóri Fyrir febrúarlok, fyrir liðið ár.

Laus störf og framgangur í starfi

Störf sem laus eru til umsóknar standa öllum jafnt til boða.  Jafnréttissjónarmið eru metin til jafns við önnur sjónarmið við ráðningar.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Laus störf standa öllum til boða og allir hvattir til að sækja um sem starfinu valda. Auglýsingar skulu ókyngreindar og það kyn er hallar á í starfshópnum hvatt til að sækjast eftir starfinu. Framkvæmdastjóri og yfirmenn deilda Þegar störf eru laus.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Starfsfólki skal gert unnt að samræma vinnu og fjölskyldulíf eins og kostur er.  Störf hjá FISK Seafood ehf., eru mismunandi og þar sem fiskveiðar eru stundaðar eru störfin með þeim hætti að þau krefjast fjarveru frá fjölskyldu og heimili.  Í öðrum störfum er fjarvera frá heimili ekki með sama hætti.  Öllum starfsmönnum skal gert það kleyft að koma aftur til starfa eftir fæðingarorlof, veikinda og brýnna óviðráðanlegra fjölskylduaðstæðna svo sem langvarandi veikinda eða dauðsfall.  Þessar aðstæður mega heldur ekki hafa áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Vinnutími sé fyrirfram ákveðinn, svo samræma megi atvinnu og fjölskyldulíf

Þar sem hægt er að koma því við, geti starfsfólk átt kost á sveigjanlegum vinnutíma

Yfirmenn deilda

Þegar ráðning á sér stað.

Að þeir sem rétt eigi til foreldra og fæðingarorlofs, ásamt því að sinna veikum börnum geri það.

Starfsmönnum séu kynnt þessi réttindi við ráðningu og eða þegar svo ber undir.

Yfirmenn deilda

Þegar slík atvik koma upp, er farið yfir það með starfsmanni.

Að yfirvinna standi öllum jafnt til boða og jafnframt séu þeir sem ekki sjá sér fært að sinna yfirvinnu ekki látnir gjalda þess.

Skipuleggja starfsemina þannig að ekki sé um óeðlilega yfirvinnu að ræða og hún sé ekki kynbundin. Árlega verður yfirvinna greind og skoðuð skipting milli kynja

Yfirmenn deilda

Fyrir lok febrúar ár hvert liggi fyrir greining á yfirvinnu síðasta árs.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni

Allt starfsfólk FISK Seafood ehf. á skilið að komið sé fram við það af sanngirni og virðingu. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni, einelti og annar óþverraháttur verður ekki liðinn.  Stjórnendum ber skylda til að taka á öllum málum sem upp kunna að koma og fylgja verklagsreglum sem um slíkt athæfi gildir.  Jafnframt skulu allar ábendingar og kvartanir er kunna að berast kannaðar ofan í kjölinn.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Ósæmileg hegðun af öllu tagi t.d kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg  áreitni verður ekki liðin hjá FISK Seafood ehf. Verklagsreglu         VER-03-08  skal fylgt  í hvívetna, ef þurfa þykir verður leitað til fagaðila. Við nýráðningu er jafnlaunastefna FISK kynnt. Framkvæmdastjóri og yfirmenn deilda Við upphaf starfs, skal viðbragðsáætlun og verklagsregla um ósæmilega hegðun kynnt.

 

 

Að allir starfsmenn FISK Seafood séu meðvitaðir um stefnu fyrirtækins í jafnréttismálum. Fræðslufundur með starfsmönnum.

 

Námskeið fyrir stjórnendur.

Framkvæmdastjóri og yfirmenn deilda Fræðslufundur fyrir maílok ár hvert.

 

Námskeið eftir þörfum.

Eftirfylgni og endurskoðun

Að Jafnréttisáætlun sé fylgt eftir er á ábyrgð framkvæmdastjórnar.  Í upphafi árs skal áætlunin yfirfarin ásamt því að farið er yfir framkvæmd innan fyrirtækisins. Skoðað hvernig  þróun launa milli kynja er háttað.  Niðurstöður skulu kynntar fyrir stjórn félagsins og aðgerðaráætlun næsta árs kynnt.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Jafnréttisáætlunin skal skoðuð í upphafi hvers árs. Í upphafi hvers árs skal gerð launagreining fyrir liðið ár. Niðurstaðan kynnt fyrir stjórn félagsins með formlegum hætti. Ef frávik eru skal brugðist við þeim og bætt úr. Framkvæmdastjóri Fyrir febrúarlok ár hvert.

Jafréttisáætlun FISK Seafood ehf var samþykkt af Jafnréttisstofu í október 2021   og skal endurskoðuð og uppfærð að þremur árum liðnum eða í síðasta lagi október 2024.

Launastefna

Hlutverk

Launastefna FISK Seafood og dótturfélaga (FISK) byggir á sanngirni og réttlæti. Markmið stefnunnar er að starfsfólk fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína, óháð kyni, trúarbrögðum eða þjóðerni. Jafnlaunastefna er einn af hornsteinum launastefnu FISK. Með því að greiða öllum starfsmönnum fyrirtækisins jöfn laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. FISK kappkostar að tryggja öllum  starfsmönnum sínum jafna möguleika til starfsþróunar, ábyrgðar, framgangs og menntunar.

Framkvæmdastjóri FISK ber ábyrgð á launastefnunni. Hann ber einnig ábyrgð á að kröfum jafnréttislaga og jafnlaunastaðals (ÍST 85:2012) sé fullnægt. Fjármála- og skrifstofustjóri er tilnefndur fulltrúi jafnlaunamála fyrirtækisins og annast daglega umsýslu jafnlaunakerfisins.

 

Starfafjölskyldur

Hjá FISK eru til starfslýsingar fyrir öll störf. Þar koma fram allir meginþættir starfa. Jafnframt eru öll störf hjá FISK skilgreind í starfaflokka, þar sem horft er til grunnkrafna, ábyrgðar, álags, starfsumhverfis og verkefna auk persónubundinna þátta.

 

Launasetning og launaákvarðanir

Laun hjá FISK byggja  á gildandi kjarasamningum við viðeigandi stéttarfélög. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af mörgum þáttum, s.s. grunnkröfum starfs, verkefnum starfs, ábyrgð, álagi og persónubundnum þáttum.

Launaákvarðanir skulu vera í samræmi við launabyggingu fyrirtækisins, gildandi samninga, jafnframt studdar rökum svo tryggja megi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af yfirmanni deildar og framkvæmdastjóra.

Jafnlaunastefna

FISK og dótturfélög fylgja í einu og öllu, íslenskum lögum sem varða jafnréttismál og jafnlaunastefnu fyrirtækisins sem miðar að því að standast allar kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Þannig tryggir fyrirtækið að allt starfsfólk  hafi sömu laun og kjör fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.   Launamunur er ekki liðinn hjá FISK.

Til að framfylgja launastefnu og þar með jafnlaunastefnu FISK skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta verklag jafnlaunakerfisins, innleiða, kynna, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins. FISK hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið til ákvörðunar launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, trúarbrögðum eða þjóðerni

Launafulltrúi og fjármálastjóri skoða launasetningu starfa og laun starfsmanna árlega til að tryggja að samræmis sé gætt og að greidd séu jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Ef líkur eru leiddar að því að launamismunun sé til staðar og/eða annars konar mismunun er varðar réttindi starfsfólks skal framkvæmdastjóri sýna fram á hvaða ástæður hafi legið til grundvallar við ákvarðanir launa og/eða réttinda og grípa til viðeigandi ráðstafana.

Markmið

Markmið FISK er að vera eftirsóttur vinnustaður sem býr vel að starfsfólki sínu. Kynbundinn launamunur er ekki liðinn. Óútskýrður launamunur milli kynja skal aldrei vera hærri en 5%.

Til þess að ná því markmiði mun fyrirtækið m.a.:

 • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, það skjalfest og því viðhaldið. Afla vottunar faggilds aðila og viðhalda slíkri vottun samkvæmt staðli.
 • Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni.
 • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
 • Uppfylla skilyrði staðals um innri úttektir og athugun / stjórnenda árlega.
 • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem varða fyrirtækið á hverjum tíma og staðfesta að farið sá að lögum.
 • Kynna stefnuna fyrir starfsmönnum. Stefna skal jafnframt vera aðgengileg á vef fyrirtækisins.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter