Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 51 tonn, uppistaða aflans var að mestu steinbítur. Sigurborg var á veiðum í Nesdýpi.
“Við vorum að veiðum í rjómablíðu”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heimasíðan ræddi við Bárð Eyþórsson skipstjóra „Við vorum að veiðum í rjómablíðu á Selvogsbanka. Það var þokkaleg veiði en vantaði aðeins upppá veiðina í þorski. Hann er ekki búinn að hrygna og þar af leiðandi ekki byrjaður að ganga út aftur. Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum“ segir […]